SKEL fjárfestingafélag hf.: Uppgjöri vegna kaupa á hlutafé Samkaupa lokið

Seeking Alpha / 2 Views

Vísað er til fréttatilkynninga dags. 22. maí, 3. júní, 16. júní og 15. júlí 2025 þar sem kom fram að tiltekin skilyrði samkvæmt kaupsamningi hefðu verið uppfyllt vegna kaupa Orkunnar IS ehf. („Orkan“), á hlutafé í Samkaupum hf. („Samkaup“). Í dag voru félögin Samkaup og Atlaga ehf. (áður Heimkaup) sameinuð lögformlega Þá fór fram uppgjör á kaupsamningi Orkunnar við fyrrum hluthafa Samkaupa. Hluthafar Samkaupa fengu afhenta 582.548.510 hluti í Dröngum hf. ("Drangar") eða því sem nemur 28,7% hlutafjár, gegn afhendingu 98,6% hlut í Samkaupum. Í kjölfar uppgjörsins stendur öðrum hluthöfum Samkaupa til boða að selja sína hluti á sömu kjörum í skiptum fyrir hlutafé í Dröngum. Einnig er Dröngum heimilt að innleysa hlut annarra hluthafa í Samkaupum í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga.

Comments