SKAGI: Afhending hlutabréfatengdra réttinda vegna kaupaukakerfis ársins 2024

Seeking Alpha / 3 Views

Gerðir hafa verið kaupréttarsamningar og samningar um afhendingu kaupauka í formi hlutabréfa í Skaga við tiltekna stjórnendur þar sem hluta kaupauka vegna árangurs ársins 2024 er ráðstafað. Kaupaukinn byggir á kaupaukakerfi stjórnenda sem sett var á grundvelli starfskjarastefnu Skaga hf. sem samþykkt var á aðalfundi þann 21. mars 2024. Reglur kerfisins gera nánar tiltekið ráð fyrir að 50% af kaupauka sé greiddur í formi hlutabréfatengdra réttinda og þar af skuli greiðslu 40 % af kaupauka ársins frestað til þriggja ára. Starfsmenn hafa í því samhengi val um hvort kaupauki sé greiddur í formi kaupréttar eða í formi hlutabréfa í Skaga. Kaupréttarsamningar eru með nýtingarheimild eftir þrjú ár og samningar um afhendingu á tilteknum fjölda hlutabréfa í Skaga gera ráð fyrir afhendingu bréfanna að þremur árum liðnum en 10% af heildar kaupauka er afhentur án frestunar.

Comments