Síminn hf. - Síminn kaupir Greiðslumiðlun Íslands

Seeking Alpha / 2 Views

Síminn hf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. („GMÍ“). Með kaupunum styrkir Síminn starfsemi sína enn frekar á sviði fjártækni, sem er ört vaxandi stoð í rekstrinum. Heildarvirði (enterprise value) GMÍ í viðskiptunum nemur 3.500 milljónum króna. Kaupin verða fjármögnuð með handbæru fé en endanlegt kaupverð til greiðslu tekur meðal annars mið af stöðu nettó vaxtaberandi skulda og veltufjármuna á viðmiðunardegi uppgjörs. Viðskiptin eru háð hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Comments