Ríkissjóður gefur út skuldabréf í evrum

Seeking Alpha / 2 Views

Ríkissjóður Íslands gaf í dag út skuldabréf að fjárhæð 750 milljónir evra, jafnvirði um 109 milljarða króna. Skuldabréfin bera 2,625% fasta vexti og voru gefin út til 5 ára á  ávöxtunarkröfunni 2,672%. Andvirði útgáfunnar verður varið í að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands og endurfjármagna útistandandi evrubréf. Samhliða tilkynningu um útboð á nýju skuldabréfi var tilkynnt um að ríkissjóður gerir tilboð í endurkaup á útistandandi skuldabréfi í evrum sem er á gjalddaga á næsta ári. Tilboðið stendur til föstudagsins 23. maí.

Comments