REITIR: Uppgjör fyrri árshelmings 2025

Seeking Alpha / 2 Views

Rekstur Reita á fyrri hluta ársins gekk vel og afkoma er í takt við útgefnar horfur. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu nam 5.674 millj. kr. og heildarhagnaður 2.771 millj. kr. á fyrri árshelmingi. Rekstrarhagnaður árshlutans óx um 8,3% samanborið við fyrra ár og leigutekjur jukust um 10,5% miðað við sömu tímabil, eða sem nemur 5,9% umfram verðlag. Lækkun verðbólgu undanfarið hefur haft jákvæð áhrif á fjármagnsgjöld samanborið við fyrra ár. Matshækkun fjárfestingareigna á fyrri hluta ársins nam um 3,6 milljörðum króna, og heildareignir samstæðunnar voru 238.735 millj. kr. og eigið fé 71.708 millj. kr. í lok júní sl. 

Comments