Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Ölgerðin gerir samkomulag um kaup á Gæðabakstri

Seeking Alpha / 2 Views

Ölgerðin hefur undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupa á 100% hlut í Gæðabakstri ehf. Fyrirtækið er í 20% eigu Vilhjálms Þorlákssonar framkvæmdastjóra Gæðabaksturs og 80% í eigu Dragsbæk A/S í gegnum dótturfélagið Viska ehf. Heildarvirði viðskiptanna er 3.454 millj. kr. og að frádregnum vaxtaberandi skuldum er áætlað kaupverð félagsins á afhendingardegi um 2.700 millj. kr. Kaupin eru gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar, endanlega skjalagerð og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gæðabakstur verður rekið sem sérstakt félag innan samstæðu Ölgerðarinnar og verður Vilhjálmur Þorláksson áfram framkvæmdastjóri. Náist rekstrarmarkmið á næstu tveimur árum eftir kaupin kann kaupverð á hans hluta að hækka um allt að 100 millj. kr.  

Comments