Markaðsleyfi veitt í Japan fyrir þrjár nýjar líftæknilyfjahliðstæður frá Alvotech

Seeking Alpha / 1 Views

REYKJAVÍK 19. september 2025 - Alvotech (NASDAQ: ALVO, ALVO-SDB) tilkynnti í dag að japanska heilbrigðis-, atvinnu- og velferðarráðuneytið hafi veitt Fuji Pharma Co. Ltd. („Fuji Pharma“), samstarfsaðila Alvotech í Japan, leyfi til markaðssetningar og sölu á þremur nýjum líftæknilyfjahliðstæðum sem þróaðar voru og eru framleiddar af Alvotech, AVT03, hliðstæðu við Xgeva (denosumab) sem heitir Ranmark í Japan, AVT05, hliðstæðu við Simponi (golimumab) og AVT06, hliðstæðu við Eylea (aflibercept). AVT05 er fyrsta hliðstæðan við Simponi sem hlýtur markaðsleyfi á stærri mörkuðum.

Comments