Kvika lauk í dag sölu á nýjum flokki almennra skuldabréfa að fjárhæð 200 milljónir evra til fjögurra ára. Skuldabréfin bera 4,5% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 250 punkta álagi yfir millibankavöxtum. Þetta er fyrsta evruútgáfa bankans og markar hún þáttaskil í fjármögnun hans. Skuldabréfaútgáfan stuðlar að auknum fjölbreytileika í fjármögnun og styrkir samkeppnisstöðu Kviku.
Kvika banki hf.: Kvika gefur út skuldabréf í evrum í fyrsta sinn
Seeking Alpha / 4 hours ago 2 Views
Comments