Ísfélag hf. hefur undirritað lánasamning að fjárhæð EUR 220 milljónir við hóp banka. Lánið er til fimm ára og skiptist í tvo hluta, annars vegar í EUR 150 milljóna afborgunarlán með 25 ára afborgunarferli og hins vegar að jafngildi EUR 70 milljóna fjölmynta ádráttarlán. Afborgunarhlutinn verður nýttur til að endurfjármagna öll núverandi vaxtaberandi lán og styrkja lausafjárstöðu félagsins og ádráttarhlutinn mun tryggja aðgang að lánsfjármögnun í framtíðinni.
Ísfélag hf. semur um sambankalán að fjárhæð EUR 220 milljónir.
Seeking Alpha / 46 minutes from now 1 Views
Comments