IS Kredit SPV 21 hs. - Ársreikningur 2024

Seeking Alpha / 1 Views

IS Kredit SPV 21  hs. er sérhæfður sjóður í rekstri Íslandssjóða hf. Tilgangur sjóðsins er að fjármagna eign félagsins Grunnstoð ehf. sem er dótturfélag Háskólans í Reykjavík og rekur fasteignina Menntaveg 1 þar sem starfsemi háskólans fer fram. Sjóðurinn gaf út skuldabréf sem tekin voru til viðskipta hjá Nasdaq Iceland hf. á árinu 2022. Skuldabréfin flokkast sem rauð skuldabréf og falla undir félagslegan fjármögnunarramma Háskólans í Reykjavík sem er vottaður af alþjóðlega vottunarfyrirtækinu S&P Global Ratings. Í félagslegum fjármögnunarramma er útgáfa skuldabréfa og annarra fjármálagerninga tengd félagslegum markmiðum. Fjármunir sem aflað er með þessum hætti eru notaðir til að fjármagna eignir og verkefni sem hafa jákvæð samfélagsleg áhrif, í þessu tilfelli háskólamenntun. Nálgast má áhrifaskýrslu háskólans vegna fjármögnunarinnar á vefsetri sjóðsins.

Comments