Hampiðjan hf. eignast meirihluta í indverska félaginu Kohinoor

Seeking Alpha / 1 Views

Hampiðjan hf. hefur í dag, fyrir nokkrum mínútum síðan, undirritað samning um kaup á 75,1% hlut í indverska neta- og kaðlaframleiðslufyrirtækinu Kohinoor Ropes Pvt. Ltd. Eftir er að ganga frá ýmsum formsatriðum fyrir lokauppgjör en talið er að það muni einungis taka nokkrar vikur því ekki er þörf á samþykki samkeppnisyfirvalda, hvorki hér á landi né á Indlandi. Áreiðanleikakönnun, fjárhagslegri, lögfræðilegri og fyrir UFS (umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti (e. ESG) er að mestu lokið.

Comments