Alvotech (NASDAQ: ALVO) mun senda út tilkynningu með uppgjöri fyrstu níu mánaða ársins 2025 eftir lokun markaða í Bandaríkjunum, miðvikudaginn 12. nóvember nk. Fundur til kynningar á uppgjörinu verður sendur út í beinu streymi og hefst kl. 13, fimmtudaginn 13. nóvember nk. Á fundinum fara stjórnendur yfir rekstur félagsins, þar á meðal stöðu umsókna um markaðsleyfi í Bandaríkjunum og Evrópu.
Alvotech kynnir afkomu fyrstu níu mánaða ársins og ræðir nýjustu áfanga í rekstri félagsins þann 13. nóvember nk.
Seeking Alpha / 2 hours from now 1 Views
Comments